Skólapúlsinn, Starfsmannapúlsinn og Skólavogin notast við vefkökur til þess að aðgreina þig frá öðrum notendum vefsíðnanna og til þess að tryggja virkni heimasíðnanna. Vefkökur eru litlar textaskrár sem við vistum í vafranum þínum eða á harða disknum í tölvunni þinni ef þú samþykkir það. Vefkökur innihalda upplýsingar sem er síðan miðlað til harða disksins í tölvunni þinni. Vefkökurnar veita okkur upplýsingar um notendasögu viðskiptavina og hjálpa okkur að bæta upplifun notenda af síðunni. Viðskiptavinur getur ákveðið hvort að hann leyfir sumar eða allar vefkökur með stillingum í netvafra. Ef viðskiptavinur kýs að leyfa ekki vefkökur þá kann hluti heimsíðunnar að verða óaðgengilegur.
Einungis þrjár vefkökur eru vistaðar þegar notandi notar Skólapúlsinn, Starfsmannapúlsinn eða Skólavogina. Vefsíðan getur ekki unnið eðlilega án þess að nota þessar vefkökur. Fyrsta vefkakan heitir sessionid og er svokölluð lotukaka sem viðheldur lotu notanda. Vefkakan fellur úr gildi um leið og lotunni lýkur (slökkt er á vafra, könnun lýkur eða smellt er á „Taka hlé“ eða „Skrá út“). Önnur vefkakan heitir csrftoken og kemur í veg fyrir ákveðnar gerðir af tölvuárásum (sjá nánar hér: https://www.owasp.org/index.php/Cross-Site_Request_Forgery_(CSRF)) og fellur úr gildi eftir eitt ár. Þriðja vefkakan heitir speechon og viðheldur vali á talgervli á milli síða í könnun. Speechon vefkakan fellur úr gildi eftir eitt ár.
Lesa má persónuverndarstefnu Vísra rannsókna í heild sinni með því að smella hér.