Nafnið Vísar rannsóknir er dregið af lýsingarorðinu vís sem merkir að vera margfróður. Við völdum nafnið með tilliti til þeirra rannsókna sem við viljum stunda en þær rannsóknir eiga að vera hlutlægar og leita á hverjum tíma að bestu mögulegu þekkingu þvert á annars ólík fræðasvið. Nafn fyritækisins skal ekki rita með bandstriki og beygist á eftirfarandi hátt:
Nf. Vísar rannsóknir
Þf. Vísar rannsóknir
Þgf. Vísum rannsóknum
Ef. Vísra rannsókna