Þjónusta

Við erum rannsóknarfyrirtæki sem býður uppá sérhæfða söfnun, greiningu og miðlun gagna. Sem dæmi um þjónustu sem við bjóðum uppá er áskrift að kannana-, úthringi-, vinnutíma- og verkefnastjórnunarkerfum. Kerfin okkar eru aðlöguð að spjaldtölvum og snjallsímum og símaaðstoð er innifalin í áskriftinni á öllum stigum.

Í gegnum árin höfum við hjálpað fólki við að svara rannsóknarspurningum sínum með því að safna og greina gögn með áreiðanlegum hætti. Hér eru dæmi um verkefni sem framkvæmd hafa verið til að svara slíkum spurningum.

Skólapúlsinn

Grunnskólar á Íslandi
Kannanakerfi

Lesa meira

Öll börn eiga skilið að mennta sig og alast upp í góðu skólaumhverfi. Við trúum því að námsmat í formi hárra einkunna sé ekki eini mælikvarðinn á gott skólastarf. Þess vegna höfum við þróað Skólapúlsinn.

Skólapúlsinn er vefkerfi sem veitir skólastjórnendum stöðugan aðgang að nýjum upplýsingum sem aflað er mánaðarlega um þætti sem tengjast virkni nemenda og líðan þeirra í skólanum og um skóla- og bekkjaranda. Niðurstöður um stöðu nemenda í 6.-10. bekk eru bornar saman við niðurstöður fyrri mælinga í skólanum og við landsmeðaltal sem gefur skýrar vísbendingar um þróun mála í skólanum og stöðu nemenda í skólanum miðað við nemendur í öðrum skólum í landinu. Gerð spurningakvarða og forritun vefviðmóts hófst í byrjun árs 2008 og forprófanir fóru fram í apríl og maí það ár. Skólaárið 2008-2009 var fyrsta ár Skólapúlsins í notkun. Nú fá þátttökuskólar upplýsingar um stöðu nemenda sinna reglulega í línuritum. Grunnskólar víðs vegar á landinu eru skráðir í verkefnið en nemendur í 6.-10. bekk taka þátt. Í þátttökuskólunum er meirihluti allra grunnskólanemenda í þessum bekkjum á landinu.

http://skolapulsinn.is/um

Skólavogin

Sambandið
Greiningar- og miðlunarkerfi

Lesa meira

Öll börn eiga skilið að mennta sig og alast upp í góðu skólaumhverfi. Við trúum því að námsmat í formi hárra einkunna sé ekki eini mælikvarðinn á gott skólastarf. Þess vegna höfum við þróað Skólavogina.

Skólavogin var sett á laggirnar sem tilraunaverkefni af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við valin sveitarfélög árið 2007. Skólavogin skilar samanburði á viðhorfi nemenda, foreldra og kennurum í grunnskólum, árangri nemenda og ýmsum rekstrarupplýsingum. Skólavogin er tæki sem nýtist sveitarfélögum við að koma til móts við lögbundnar kröfur um mat og eftirlit með skólum ásamt því að veita gagnlegar upplýsingar vegna úthlutunar fjármagns til skóla.

Vefkerfi Skólapúlsins mun því hýsa bæði verkefni Skólapúlsins og Skólavogarinnar. Þátttaka í Skólavog felur ekki í sér sjálfstæðar viðhorfakannanir, en niðurstöður úr Skólapúlsinum verða nýttar inn í Skólavogina. Samningsaðilar telja samnýtingu niðurstaðna mikinn kost þar sem hún kemur í veg fyrir tvíverknað og aukið álag á skólastarf.

http://skolavogin.is/um

Heilsueflandi.is

Landlæknir
Verkefnisstjórnunarkerfi

Lesa meira

Heilsueflandi.is er skráningarkerfi fyrir skólastjóra í grunnskólum til að fylgjast með framþróun á markmiðum verkefnisins Heilsueflandi grunnskóli.

Hver þáttökuskóli er með notendaviðmót fyrir nafnlausan samanburð á stöðu skólanna á mynd- og töfluformi. Kerfið inniheldur einnig stjórnendaaðgang, samskiptahluta, yfirlitstöflur og útflutning fyrir töflureikni.

Réttindi barna á Íslandi:
Ofbeldi og forvarnir

UNICEF
Greining

Lesa meira

UNICEF gaf í mars 2013 út skýrsluna Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Í fimmta kafla hennar eru birtar niðurstöður rannsóknar sem við unnum um einelti, líðan og sjálfsálit grunnskólabarna. Þar eru langtímagögn úr einu af verkefnum okkar, Skólapúlsinum, nýtt til að varpa ljósi á þá vanlíðan og niðurbrot sjálfstrausts sem alvarlegt einelti hefur í för með sér. Þátttökuskólar voru 61 talsins og gagnaöflunin náði til um 60% allra grunnskólanemenda á landsvísu í áðurnefndum árgöngum. Mælingarnar eru frá hausti 2009 til vors 2012.

Frétt um skýrslu UNICEF birtist á mbl.is og rædd í Í Bítið á Bylgjunni og í Morgunútvarpi Rásar 2.

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.

Sérsniðnar kannanir

Við framkvæmum allar gerðir kannana, vettvangsathuganna og viðtala. Við aðstoðum við að finna réttu rannsóknarspurningarnar og mælitækin. Einnig tökum við að okkur söfnun, greiningu, rafræna miðlun og eftirfylgni allt eftir þörfum og óskum hvers viðskiptavinar.

Þróun hugbúnaðar

Við þróum okkar eigin hugbúnað til að mæta þörfum viðskiptavina okkar. Þannig getum við sérsniðið öll fyrirliggjandi kerfi að því verkefni sem um ræðir hverju sinni. Nú þegar bjóðum við uppá áskrift að kannana-, úthringi-, vinnutíma- og verkefnastjórnunarkerfum.

Rafrænar skýrslur

Rafrænar skýrslur birtast á þínu vefsvæði hjá Vísum. Þú færð aðgang að þínum skýrslum rafrænt og getur deilt þeim með þeim sem þurfa að sjá þær. Einnig er hægt að flytja skýrslurnar út sem pdf skjöl og senda þær áfram á hefðbundinn hátt.

Framkvæmd kannana

Ef þú ert nú þegar með kannanir í gangi í þínu fyrirtæki getur þú nýtt þér netlausn okkar sem gerir þér kleift að halda utan um gögn þín á einfaldan og skýran máta, hvort sem þú vilt nota fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.

Greining gagna

Við getum hjálpað þér við að greina þau gögn sem þú hefur þegar safnað. Leyfðu okkur að koma skipulagi á gögnin, við getum á auðveldan máta greint þau og komið þeim í það form sem nýtist fyrirtækinu þínu best.

Ert þú með hugmynd?

Ef þú ert með hugmynd að nýju gagnavinnslukerfi sem gæti aukið framleiðni í þínu fyrirtæki, hafðu samband við okkur og við smíðum kerfið í samstarfi við þig. Hafðu samband


Öll gagnasöfnun og miðlun er aðlöguð að

Tölvum
Spjaldtölvum
Snjallsímum

Snjallsímar og spjaldtölvur eru orðin almannaeign. Kannanir í Bandaríkjunum árið 2012 sýndu að 40% þeirra sem fengu senda könnun á netinu opnuðu tölvupóstinn fyrst í snjallsíma eða spjaldtölvu. Öll gagnasöfnun og miðlun í okkar kerfum tekur mið af þessum nýja veruleika.