Gagnasöfnun

Við stuðlum að bættri virkni, líðan og skóla- og bekkjaranda á öllum skólastigum með því að aðstoða skólastjórnendur við að safna gögnum fyrir innra mat með áreiðanlegum hætti frá nemendum, foreldrum og starfsfólki. Kannanir okkar eru aðlagaðar að snjallsímum og spjaldtölvum. Einnig er mynda- og talgervilsstuðningur í boði.

Við þróum okkar eigin hugbúnað til að mæta þörfum viðskiptavina okkar. Þannig getum við sérsniðið öll fyrirliggjandi kerfi að því verkefni sem um ræðir hverju sinni.