Greining

Við aðstoðum skólastjórnendur og kennara við skólaþróun með því að greina styrkleika og veikleika í þeim gögnum sem við söfnum. Við beitum formgerðargreiningu (SEM) með notkun Mplus hugbúnaðarins við að tryggja réttmæti þeirra mælitækja sem við notum. Þær aðferðir gagnast einnig við að greina fyrirliggjandi gögn t.d. má laga samsetningu krossaprófa og fjarlægja gallaðar spurningar með því að greina svör gamalla prófa.